Þú ert hér://Við sem erum blind og nafnlaus

Við sem erum blind og nafnlaus

Höfundur: Alda Björk Valdimarsdóttir

Ljóð Öldu Bjarkar snúast um mörk tjáningarinnar, strengina sem liggja milli einstaklingsins og tilvistarinnar, sambönd sem verða til og rofna, og þörfina á að nefna veruleikann, jafnt til góðs og ills.

Alda Björk Valdimarsdóttir er kennari í Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í bókmenntum og skrifaði ritgerð sína um Jane Austen. Alda hefur birt ljóð sín víða, m.a. í TMM og Stínu og var valin Háskólaskáldið 2013 í ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins.

Konan fékk rödd karlsins
lánaða stutta stund.

Hún tók við nafni hans
eins og brauðmola.

Hún drakk vatn
úr lófa hans.

Hún sá auga sitt
í enni hans,

sjálfa sig án nafns og orða.

Verð 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 69 2015 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

4 umsagnir um Við sem erum blind og nafnlaus

 1. Kristrun Hauksdottir

  „Ein af fallegu bókunum þetta árið … ef ekki beinlínis sú fallegasta!“
  Jórunn Sigurðardóttir

 2. Kristrun Hauksdottir

  „Bókin lýsir baráttu upp á líf og dauða og þeirri baráttu má gefa ýmis nöfn. Hún er tilvistarleg og femínísk, hún sækir kraft í stolt, sjálfstæði, mótþróa og merkingarþrungin tengsl – þar sem þau er að finna. En bókin er líka níhílísk og myrk.“
  Björn Þór Vilhjálmsson, bókmenntafræðingur

 3. Kristrun Hauksdottir

  „Ljóðabók Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur er sterk, falleg, sár og svo furðuvel samin að nú þykir mér sem undur og stórmerki hafa gerst í íslenskum bókmenntaheimi. Lesið þessa bók!“
  Gerður Kristný

 4. Kristrun Hauksdottir

  „Þetta eru óskaplega falleg ljóð og snerta mann djúpt.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *