Eða deyja ella

Vorkiljur

Eða deyja ella

Í Chicago er lögreglukonu rænt um hábjartan dag. Af tilviljun er Jack Reacher á röngum stað á röngum tíma; við hlið hennar. Þau eru handjárnuð saman, fleygt aftur í sendiferðabíl og þannig hefst langt ferðalag þvert yfir Bandaríkin, þrungið spennu, hörku og óvissu þar sem fórnarlömbin hafa ekki hugmynd um af hverju þeim var rænt. Hollý Johnson er hörð af sér, hæfni hennar og styrkur vekja aðdáun Reachers. En kröfur mannræningjanna benda til hversu mikils virði hún er í raun. Í blóðugu kapphlaupi við tímann tekst Reacher á við sína verstu martröð.

Húsið við hafið

Í meira en 300 ár hefur hið dularfulla Kletthús sett svip sinn á Viskíströnd — en í huga stjörnulögfræðingsins Elis Landon er það griðastaður fjölskyldunnar. Eli hefur átt velgengni að fagna. Hann vann hjá góðu fyrirtæki, átti glæsilega konu og allt gekk honum í haginn þar til hann komst að því einn góðan veðurdag að konan hélt fram hjá honum. Þegar hún fannst myrt skömmu síðar var Eli grunaður um verknaðinn en ekki ákærður.

Paradísarfórn

Farþegaþota heldur af stað frá Stokkhólmi til New York. Skömmu eftir flugtak finnst hótunarbréf um borð. Kröfum er beint að sænskum og bandarískum stjórnvöldum; ef þær eru ekki uppfylltar verður flugvélin sprengd. Á að hætta við að vísa grunuðum hryðjuverkamanni frá Svíþjóð og leggja niður leynifangelsi í Afganistan – eða stefna lífi fjögur hundruð saklausra farþega í voða?

Sögusafn bóksalans

Fólk er ekki skáldsögur.
Fólk er samt meira en smásögur.
Fólk er eiginlega sögusöfn.

Líf bóksalans A.J. Fikry er í molum. Konan hans er nýlátin, búðin í bullandi taprekstri og búið að stela frá honum verðmætasta verkinu. Í sjálfskipaðri einangrun sinni á hann síst von á dularfullri sendingu sem skilin er eftir í búðinni hans: lítilli stelpu.



INNskráning

Nýskráning