Þorgrímur Þráinsson

Vinsælasta íslenska unglingabók allra tíma!

Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson hefur mótað margar kynslóðir lesenda og er án efa vinsælasta íslenska unglingabók allra tíma. Bókin kom fyrst út árið 1990 og sló strax rækilega í gegn. Fyrir bókina hlaut Þorgrímur Þráinsson Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur. Síðan hafa komið út eftir hann fjölmargar bækur fyrir börn, unglinga og fullorðna sem langflestar hafa notið mikilla vinsælda.

Tár, bros og takkaskór segir sögu tveggja vina, Kidda og Tryggva, sem eru nýsestir á skólabekk eftir fjörugt fótboltasumar.Í bekknum er nýr strákur, Skapti, sem verður vinur þeirra þrátt fyrir að hafa meiri áhuga á ballett og ljóðagerð en fótbolta. Þar er líka ný stelpa, Agnes, sem Kiddi fær strax augastað á. Haustið verður viðburðaríkt fyrir krakkana: grunnskólamótið í fótbolta og starf með ungalingalandsliðinu í knattspyrnu á hug strákanna allan, og í skíðaferð í Kerlingarfjöllum gerist dularfullur atburður sem á eftir að draga dilk á eftir sér.

INNskráning

Nýskráning