Heimili höfundanna

attachment-17494
Bubbi Morthens
Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson Morthens) er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann hefur verið einn ástsælasti tónlistarmaður landsins um áratuga skeið. Opinber tónlistarferill hans hófst með plötunni Ísbjarnarblús sem kom út árið 1980 og náði miklum vinsældum. Alla tíð síðan hefur hann verið gríðarlega afkastamikill við laga- og textasmíðar, tónlistarútgáfu og tónleikahald. Plöturnar hans skipta tugum, lögin hundruðum og sum þeirra hafa náð sannkallaðri þjóðarhylli; þau þekkir hvert mannsbarn. Fyrsta bók Bubba var barnabókin Rúmið hans Árna sem kom út 1994 með myndskreytingum bróður hans, myndlistarmannsins Tolla. Í kjölfarið fylgdu fleiri bækur frá Bubba, einkum um stangveiði, en undanfarinn áratug hefur hann sent frá sér hverja ljóðabókina af annarri, magnaðar bækur sem vakið hafa mikla athygli – sú fyrsta var Öskraðu gat á myrkrið sem kom út 2015. Enn fremur hafa verið skrifaðar bækur um listamanninn sjálfan og feril hans, til að mynda skráði Silja Aðalsteinsdóttir sögu hans í bókinni Bubbi árið 1990. Þá var viðamikil leiksýning, Níu líf, byggð á ævi hans og tónlist, sett á svið í Borgarleikhúsinu og sló þar öll aðsóknarmet. Bubbi hefur verið óragur við að taka afstöðu og láta í sér heyra um ýmis átakamál samtímans og oft verið umdeildur af þeim sökum en enginn efast um listræna hæfileika hans og atorku. Frá og með árinu 2019 nýtur hann heiðurslauna listamanna frá Alþingi.

Bækur eftir höfund

Fodurrad_72
Föðurráð
4.890 kr.
Ord_ekkert_nema_ord_72
Orð, ekkert nema orð
3.890 kr.
Velkomin
Velkomin
3.390 kr.
Rof - Bubbi Morthens
Rof
990 kr.3.390 kr.
Hreistur
Hreistur
990 kr.3.390 kr.
Öskraðu gat á myrkrið eftir Bubba Morthens
Öskraðu gat á myrkrið
3.690 kr.
Áin
Áin
2.590 kr.
attachment-589587
Veiðisögur Bubba
1.690 kr.
attachment-10633
Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð
2.090 kr.
attachment-13713
Ballaðan um Bubba Morthens
2.065 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning