Karl Ágúst Úlfsson rithöfundur og húmoristi flutti til Aþenu árið 1992. Næstu tvö árin sprangaði hann ekki um Akrópólis. Hann steig ekki dans við Grikkjann Zorba, rýndi ekki í fornar leirtöflur né sá verk Æskílosar endurlífguð á heimavelli. Nei, þetta var Aþena, Ohio. Í þessari meinfyndnu bók lýsir Karl Ágúst daglegu lífi og hugarheimi eyjarskeggjans sem stendur bísperrtur andspænis stóra heiminum og spyr: Hvað heldurðu að þú sért?