Á sögustöðum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 463 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 463 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Um bókina
Hvað er svona merkilegt við sögustaði? Hér er fjallað um sex þeirra, alla fræga og óumdeilda: Bessastaði á Álftanesi, Hóla í Hjaltadal, Odda á Rangárvöllum, Reykholt í Borgarfirði og Skálholt og Þingvelli í Árnessýslu. Rakin er saga staðanna og reynt að grennslast fyrir um það á hverju hlutverk þeirra byggist.
Hugmyndir okkar um sögustaðina sex mótuðust af þjóðernisrómantík á 19. og 20. öld, aðdáun á gullöld sem gat orðið að gullaldarglýju. Þjóðernishyggjunni fylgdi svo andúð á erlendu valdi og erlendum áhrifum í ýmsum myndum. Þótt nærri 80 ár séu frá því að lýðveldið var stofnað eimir enn eftir af viðhorfum til manna, staða og málefna sem urðu til í sjálfstæðisbaráttunni, þar sem hið innlenda og þjóðlega þykir æskilegt en flest erlent og alþjóðlegt óæskilegt. Það er sannarlega kominn tími á gagngert endurmat.
Þess er að vænta að afstaða margra muni breytast við lestur bókarinnar þar sem almenn menningarsaga fær að vega þyngra en bjöguð stjórnmálasaga.
5 umsagnir um Á sögustöðum
embla –
„Mikilvæg bók sem teflir niðurstöðum nýlegra rannsókna fram gegn hefðbundinni sýn á sögustaði.“
Úr umsögn dómnefndar Hagþenkis
embla –
„Nú skellur jólabókaflóðið yfir og rennur mér blóðið til skyldunnar að hampa þessari skemmtilegu bók sem ég hef haft á náttborðinu undanfarna daga í von um að hún týnist ekki í straumnum. Hún hvetur okkur til þess að halda áfram að ferðast á sögustaði en með nýjar hugmyndir í farteskinu.“
Viðar Pálsson / Fréttablaðið
embla –
„Látið ekki þessa góðu og stórmerkilegu bók fram hjá ykkur fara! … Tvímælalaust ein af bókum ársins!“
Gunnar Þór Bjarnason
embla –
„Ég hafði ánægju og yndi af að lesa bók Helga Þorlákssonar um sögustaði. Hún er læsileg og forvitnileg og kemur mjög víða við; þannig nýtist hún að einhverju leyti sem kynning á straumum og stefnum í rannsóknum á íslenskri miðaldasögu seinustu áratuga.“
Sverrir Jakobsson
embla –
„Hér læt ég duga að mæla með henni við alla áhugamenn um Íslandssögu – hvort sem höfundur á nú eftir að hafa erindi sem erfiði með endurskoðunarkröfu sinni; það á eftir að koma í ljós. Vonandi fær þó bókin þann lestur og þau viðbrögð sem hún á skilið – en sú hefur nú ekki alltaf orðið raunin um ýmis merkisrit í hinum smáa fræðaheimi vorum.“
Jón Viðar Jónsson