Höfundur: Stephen King

Ríkislögreglumennirnir í sveit D í dreifbýli Pennsylvaníufylkis hafa átt sér leyndarmál, falið í skúr B að baki lögreglustöðinni, alveg frá 1979 þegar Ennis Rafferty og Curtis Wilcox hlýddu útkalli frá bensínstöð á sveitaveginum og sneru aftur með yfirgefinn Buick Roadmaster.

Haustið 2001, fáeinum mánuðum eftir að Curtis lést í hræðilegu bílslysi, tók átján ára sonur hans, Ned, að venja komur sínar á lögreglustöðina. Dag nokkurn varð piltinum litið á skúr B og uppgötvaði leyndardóminn. Ned krafðist svara, líkt og faðir hans og Buickinn fer að bæra á sér, ekki einungis í huga hinna reyndu lögregluþjóna sem sátu með honum – heldur líka í skúr B…

Átta gata Buick fjallar um hrifningu okkar á dauðum hlutum, þörfina fyrir svör sem hvergi er að finna og ógnina og hugrekkið sem við fyllumst frammi fyrir því ókunna.

Stephen King er löngu heimskunnur sem meistari spennusagnanna, og mörg verka hans hafa áður verið þýdd á íslensku. King dvelst á víxl í Maine og Flórída, og á þjóðvegunum þar á milli.