Þú ert hér://Bernskubók

Bernskubók

Höfundur: Sigurður Pálsson

Bernskubók byggir Sigurður Pálsson á bernskuárum sínum í Norður-Þingeyjarsýslu en þar bjó hann frá fæðingu til fjórtán ára aldurs þegar hann hóf hefðbundið skólanám í landsprófsdeild Hagaskólans.

Hér teflir hann fram lifandi fortíðarmyndum sem hafa mótað hann sem einstakling frá frumbernsku, lýsir því hvernig skilningarvitin vakna, hvernig barnið nemur og skynjar umhverfi sitt, fjölskyldu og sveitunga, náttúruna, tungumálið; hvernig dýr og menn og almættið sjálft leika hlutverk sín á leiksviði barnsins.

Bernskubók
er endurminningaverk sem byggir á hæfileikum manneskjunnar til að muna, rifja upp minningar, staðfesta tilvist sína með því að segja frá. Og umfram allt með því að skapa texta, því eins og segir á einum stað: „Sá sem ekki hefur breyst í texta hefur ekki lifað.“

Bernskubók er hluti æviminninga þríleiks Sigurðar, hinar eru Minnisbók, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2007, og Táningabók.

Sýnishorn úr bókinni má sjá með því að smella á „Skoða bók“ fyrir ofan kápumyndina hér til vinstri.

Frá 2.375 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 287 2011 Verð 2.580 kr.
Kilja 287 2012 Verð 2.375 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

6 umsagnir um Bernskubók

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Bókin Bernskubók er skemmtileg aflestrar. Hún er ekki skýrsla heldur eins og skáld hlýtur að skrifa bernskubók. Alls staðar er spunnið inn fróðleik úr klassískri menningu og svo úr ljóðum skáldsins. … Sigurður fékk bókmenntaverðlaun fyrir fyrri minningabók sína 2007. Mér finnst þessi bók betri.“
  Svavar Gestsson / svavar.is

 2. Bjarni Guðmarsson


  „Þetta er ljúfur lestur og mannbætandi … einstök bók sem hentar öllum aldursflokkum og alls konar fólki. Textinn er hlaðinn speki og hlýju í senn … Upplifunin er frábær og eftirbragðið stórkostlegt.“
  Reynir Traustason / DV

 3. Bjarni Guðmarsson


  „… ein sú albesta bók sem ég hef lesið um uppvöxtinn og leiðina til þroska. … Heillandi lýsing á uppvexti skálds, þar sem skynjun
  barnsins rennur í gegnum rökhugsun hins fullorðna manns og skapar dýpt og víddir sem vandfundnar eru í æviminningum.“
  Friðrika Benónýs / Fréttablaðið

 4. Bjarni Guðmarsson


  „Stíllinn leikur í höndum [Sigurðar] svo unun er að lesa. Með því að ljá hversdagslegum atvikum og aðstæðum skemmtilega rómantískan blæ lífgar hann æskuárin við án þess að missa fótanna í tilfinningaflóði eða tilgerð.“
  Jón Agnar Ólason / Morgunblaðið

 5. Bjarni Guðmarsson


  „Öll frásögn Sigurðar einkennist af hlýju. Hlýju, ást og virðingu fyrir umhverfi og ástvinum. En fyrst og fremst er þetta óskaplega fallegt og lætur lesandandum líða betur. Og gerir okkur þar með að aðeins betri manneskjum.“
  Jóhann Hlíðar Harðarson / eyjan.is

 6. Bjarni Guðmarsson


  „Bernskubókin hans Sigurðar er fallegt og hrífandi verk og festist án efa bókmenntatalinu sem mikilvægt dokument um sinn tíma, þá og nú.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund