Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Ljóð orku lind
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 75 |
|
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 75 |
|
Um bókina
Skógarlaus skynjum við ekki tímann
skógarlaus vitum við ekki
að vöxtur er samvinna
alúðar og tíma
vöxtur er lifandi tími
sem verður ekki
keyptur
(Úr Óður um tré og skóga II)
Ljóðorkulind er þriðja ljóðorkubókin en hinar fyrri eru Ljóðorkusvið (2006) og Ljóðorkuþörf (2009). Þessar þrjár ljóðabækur mynda afar sterka heild, einstaka hljómkviðu. Þótt form ljóðanna sé margbreytilegt er kjarninn ætíð hinn sami, þar fer fremst sérstæð og undursamleg fagurfræði, stundum galsafengin sýn á umhverfi og mann en undir niðri býr vitund um fögnuð lífsins og hugarflugsins.
4 umsagnir um Ljóð orku lind
Bjarni Guðmarsson –
„Kraftmikil bók sem löðrungar lesandann veggja á milli.“
Gerður Kristný / Fréttablaðið (um Um Ljóðorkuþörf)
Bjarni Guðmarsson –
„Sigurður Pálsson birtist sem skáld á hátindi í þessari bók, má ég segja meistari … Ég spái henni langlífi og áhrifum.“
Sigurður Hróarson / Fréttablaðið (um Ljóðorkusvið)
Bjarni Guðmarsson –
„Ljóðorkuflokkurinn ber mótaðri afstöðu Sigurðar Pálssonar glöggt vitni. Sú afstaða einkennist af fegurðarást, lífsfögnuði, frelsisþörf, lotningu fyrir því mikilfenglega og trú á möguleika mannshugans … Sigurður Pálsson á í ljóðlist sinni sitthvað skylt við rokkara sem er á valdi endurleysandi og frelsandi krafts rokksins, þeirrar lífsorku sem gerði uppreisn gegn stöðnuðum hugsunarhætti og smáborgaraskap … Sigurður Pálsson er skáld lífsins … Í Ljóðorkuflokknum finnur lesandinn hvatningu til að dýpka innsæi sitt, leggja sig fram um að reyna að sjá það sem skiptir máli. … “
Kristján Þórður Hrafnsson / TMM
Bjarni Guðmarsson –
„Án Sigurðar Pálssonar væri íslenskur bókmenntaheimur mun fátæklegri … Sigurður Pálsson er orkumikill yrkir sem mjög greinilega blossar af ljóðorku, og lindin vísar í uppsprettu skáldskaparins, hvaðan ljóðin koma og ekki síst hvaðan þörfin til að yrkja kemur.“
Vera Knútsdóttir / bokmenntir.is