Þú ert hér://Dalalíf IV – Laun syndarinnar

Dalalíf IV – Laun syndarinnar

Höfundur: Guðrún frá Lundi

Vetrarnóttin, kolsvört og draumarík, hefur alltaf verið hjálpleg ófrjálsum ástum og kitlandi ástríðum.

Lína á ekkert mótstöðuafl til gagnvart elskhuga sínum, glæsimenninu Jóni á Nautaflötum. En þegar hún verður barnshafandi þarf að bjarga málum tafarlaust svo að Anna Friðriksdóttir frétti ekki af hjúskaparbrotinu. Lína stingur sjálf upp á því að giftast Dodda, vitgranna bóndanum á Jarðbrú; hún kýs frekar þann versta en þann næstbesta.

Dalalíf Guðrúnar frá Lundi afhjúpar miskunnarleysi íslensks samfélags á fyrri öldum þegar konum hefndist grimmilega fyrir ástir í meinum. Hún dregur líka upp skýra mynd af veikluðu frúnni á höfuðbólinu og átök þeirra kvennanna verða öllum ógleymanleg. Guðrún hóf rithöfundarferil sinn seint en varð fljótt einn vinsælasti höfundur landsins.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 511 2017 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Hljóðbók Mp3 2012 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / /

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Dalalíf IV – Laun syndarinnar”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *