Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 414 |
|
||
Rafbók | 2023 | - | 3.990 kr. |
Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg
2.490 kr. – 3.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 414 |
|
||
Rafbók | 2023 | - | 3.990 kr. |
Um bókina
„Stærsta kona á Íslandi“ var Guðrún Jónsdóttir í Stígamótum eitt sinn kölluð með vísun til hins mikla brautryðjandastarfs hennar í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Eftir að Guðrún hafði starfað sem barnaverndarfulltrúi í braggahverfum og rutt brautina fyrir félagsráðgjafa á Íslandi var hún í fararbroddi þegar Kvennaframboðið kom fram í Reykjavík og aftur þegar Kvennalistinn var stofnaður. Hún sat í borgarstjórn þar sem hún var aldrei „ungfrú meðfærileg“ þó að hún og fleiri konur mættu þar einn daginn búnar eins og fegurðardrottningar í eftirminnilegum gjörningi. Hún var í lykilhlutverki þegar þögnin var rofin um kynferðisbrot og Stígamótum var komið á laggirnar. Hún stóð alltaf með þolendum án þess að hvika og var meðal annars þess vegna dregin í yfirheyrslu hjá lögreglu.
Í þessari vönduðu ævisögu segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sögu Guðrúnar frá því að hún er lítil stúlka í Mýrdalnum og fram á síðustu ár. Þetta er saga um réttindabaráttu og taugastríð, baráttusaga konu sem alls staðar þurfti að brjóta veggi og rjúfa þök, þjóðarsaga um miklar samfélagshræringar þar sem Guðrún var í hringiðunni – en líka falleg fjölskyldusaga um ást og tryggð, gleði og sorgir, vináttu og samheldni.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hefur starfað við blaðamennsku frá árinu 2006 og hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir skrif sín. Hún hefur á ferli sínum fjallað mikið um kvenfrelsismál og aðra réttindabaráttu. Ingibjörg er einn af stofnendum Heimildarinnar og ritstýrir henni. Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg er fyrsta bók hennar.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
2 umsagnir um Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg
embla –
„Áhrifarík bók þar sem Guðrún hlífir hvorki sjálfri sér né öðrum. Skrifuð af ástríðu fyrir efninu og fjallar um ævistarf konu í þágu kvenna.“
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
embla –
„Það er rétt sem segir við upphaf bókar að þetta rit er í rauninni saga nýju kvennahreyfingarinnar … Fyrir vikið er þetta merkileg bók um konu sem „aldrei varð ungfrú meðfærileg“, hvaða skoðun sem lesandi hefur á baráttuaðferðum hennar.“
Sölvi Sveinsson / Morgunblaðið