Enginn íslenskur athafnamaður átti sér stærri drauma í upphafi aldar en Einar Benediktsson, ekkert skáld hugsaði hærra og enginn persónuleiki var margslungnari. En eftir umbrotamikinn áratug, þegar glæstar borgir hryngja og háleitar hugsjónir verða að víkja fyrir bláköldum veruleikanum, er hafáttin farin að hleypa skammdegisbrúnum að skáldjöfrinum. Smám saman fýkur í skjólin og stoðirnar bresta þótt enn eigi eldhuginn Einar Benediktsson til þann töfrakraft sem hrífur og heillar. Slíkir menn hverfa ekki þegjandi og hljóðalaust af sjónarsviðinu og kannski var Einar sjaldan stærri í sniðum en eftir að halla tók undan fæti í lífi hans, skuldum vafinn heimsborgari sem lauk að lokum ævinni á afskekktum sveitabæ.

Guðjón Friðriksson lýkur hér hinni miklu ævisögu þjóðskáldsins, hugjónamannsins og snillingsins dáða og umdeilda, Einar Benediktssonar sem um leið er saga íslensks þjóðfélags í árdaga nýrrar aldar. Með umfangsmikilli heimildavinnu og heilsteyptri úrvinnslu dregur hann upp áhrifamikla mynd af manni sem átti stærri og viðburðaríkri sögu en nokkur samtíðarmaður hans.