Litbrigði húsanna – Saga Minjaverndar og endurgerðra bygginga um allt land

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 277 6.790 kr.
spinner

Litbrigði húsanna – Saga Minjaverndar og endurgerðra bygginga um allt land

6.790 kr.

Litbrigði húsanna
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 277 6.790 kr.
spinner

Um bókina

Byggingarlist er hluti af þjóðararfi Íslendinga en lengi vel kom fáum til hugar að dönsk kaupmannshús og önnur timburhús væru þess virði að varðveita til frambúðar. Það var ekki fyrr en með baráttu gegn niðurrifi húsa á Bernhöftstorfu um 1970 og stofnun Torfusamtakanna sem sjónarmið húsafriðunar og varðveislu götumynda fengu byr undir báða vængi.

Hér er sagt frá starfi Minjaverndar, arftaka Torfusamtakanna, baráttu fyrir friðun og endurgerð húsa um land allt og alls kyns hindrunum og áföngum á þeirri vegferð. Hverju húsi sem Minjavernd hefur komið að er ítarlega lýst og greint frá sögu þess, eigendum, hnignun og endurgerð í máli og myndum.

Guðjón Friðriksson, sem er flestum fróðari um gömul hús í Reykjavík og annars staðar, var fenginn til að skrásetja þessa sögu og Snorri Freyr Hilmarsson annaðist myndaval.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning