Þú ert hér://Saga af forseta

Saga af forseta

Höfundar: Guðjón Friðriksson, Ólafur Ragnar Grímsson

Ólafur Ragnar Grímsson er umdeildasti forseti lýðveldisins og oft hefur staðið styr um verk hans, orð og framgöngu. Hann hefur verið athafnasamur í embætti, lagt mikið kapp á að vinna íslenskum hagsmunum gagn erlendis og ræktað tengsl sín við valdamenn heimsins en jafnframt hvatt til góðra verka og bjartsýni heima fyrir.

Saga af forseta segir frá fjölbreyttum viðfangsefnum Ólafs Ragnars heima og heiman, illskeyttum átökum um forsetaembættið og einkamálum hans sem einnig hafa verið í sviðsljósinu. Sjónum er beint að stórstígum breytingum sem orðið hafa á ýmsum sviðum íslensks samfélags í forsetatíð Ólafs og þátttöku hans í glímu þjóðarinnar við nýjar aðstæður. Ber þar hæst sívaxandi alþjóðavæðingu, umbyltingu í viðskiptaháttum, stóraukna menntun og ekki síst umhverfis- og orkumál. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina.

Guðjón Friðriksson skráir þessa sögu af alkunnri leikni. Bókin er byggð á ítarlegum rannsóknum hans á samtímaheimildum og viðtölum við fjölda fólks hér á landi og erlendis, auk forsetans sjálfs. Guðjón er í hópi virtustu og vinsælustu rithöfunda þjóðarinnar og hefur skrifað fjölda aðgengilegra fræðirita. Meðal helstu verka hans eru ítarlegar ævisögur Jóns Sigurðssonar forseta, Hannesar Hafstein, Einars Benediktssonar og Jónasar frá Hriflu, en einnig hefur hann skrifað mikið efni um sögu Reykjavíkur, einkum á 19. öld. Hann hefur margsinnis verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlotið þau þrisvar, oftar en nokkur annar.

 

Verð 4.140 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja - 2008 Verð 4.140 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

2 umsagnir um Saga af forseta

  1. Kristrun Hauksdottir

    „ … einn af kostunum við bók Guðjóns er að hún leggur grunninn að upplýstri umræðu um forsetatíð Ólafs Ragnars … Óhætt er að fullyrða að hún verði ómissandi heimild um forsetatíð Ólafs Ragnars og samtíð hans, sem og alla umræðu um forsetaembættið sem slíkt.“
    Birgir Hermannsson / vefritið Stjórnmál og stjórnsýsla

  2. Kristrun Hauksdottir


    „Guðjón Friðriksson kann vel til verka og texti hans og frásögn er lipur. Þetta er sagan um forseta og þjóð með nægt sjálfstraust sem sækist eftir athygli umheimsins.“
    Jóhann Hauksson / DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sömu höfunda