Lífshlaup Sigrúnar Jónsdóttur er litríkt. Æskan leið í Mýrdalnum en lífskjörin hafa sveiflast milli andstæðra póla: Einstæð móðir hóf hún nám grunlaus um framtíð sína sem greifafrú. Hún er þrígift og þekkir skilnaði, missi og tilfinningaátök. Tvisvar hefur hún tekist á við krabbamein. Hún hefur ætíð fylgt sannfæringu sinni og þurfti að færa fórnir fyrir listina ­ er ástríðufull, einlæg og ákveðin. Hér segir hún sögu sína með Þórunni Valdimarsdóttur, sagnfræðingi og rithöfundi. Frásögnin er hispurslaus og lifandi – óvenjuleg því að Sigrún hlífir sér ekki. Einstaklega áhrifamikil og skemmtileg saga.