Í Gamanvísnabókinni er safnað saman úrvalsvísum af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að vera fyndnar, frumlegar, furðulegar eða allt þetta.

Sumar vísurnar leika á hvers manns vörum, aðrar eru á fárra vitorði. Í upphafi bókarinnar er stórskemmtilegt ágrip um lausavísur og bragfræði.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson, kennari, tók saman.