Þú ert hér://Götumálarinn

Götumálarinn

Höfundur: Þórarinn Leifsson

„Ég flakkaði suður á veturna og norður á sumrin. Settist upp í bíla hjá ókunnugum og lét þá ráða hvert ég færi. Eða tók lest án þess að kaupa miða. Skipti ekki máli hver endastöðin var. Bara að ég hreyfðist. Kæmist sem lengst í burtu.“

Árið 1986 hverfur nítján ára Íslendingur á ferðalagi um Evrópu. Síðast heyrist til hans á Suður-Spáni þar sem hann segist lifa á því að mála myndir á gangstéttir. Þegar ekkert hefur spurst til drengsins í nokkra mánuði halda systir hans og móðir suður í sólina til að reyna að finna hann – en undir niðri kraumar ótti um það sem leitin kann að leiða í ljós …

Í þessari makalausu sögu berst lesandinn vítt og breitt um Spán og Marokkó, inn í framandi og háskalegan heim götulistamanna og flækinga. Frásögnin er æsispennandi, full af ógn og ísmeygilegri fyndni eins og fyrri verk höfundar. Götumálarinn er skáldævisaga sem byggir á reynslu höfundar þegar hann var sjálfur götulistamaður, bjó á götunni og kynntist mikið af skrautlegu fólki á ferðum sínum um Evrópu.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 276 2011 Verð 2.065 kr.
Rafbók - 2012 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

5 umsagnir um Götumálarinn

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Þórarinn er sögumaður, skemmtilegur stílisti; átakalaust getur hann dregið upp snöggar myndir sem sindra, skínandi klárar … Þegar lesanda er, um miðja bók, gefin von um að mamma og systir finni þennan saklausa svallara léttir honum, en sagan dregur enga dul á að þótt víða flækist frómur voru hættur á hverju horni.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Þórarinn er mikill húmoristi og hefur gott vald á stíl, tungu og framvindu. … Hver kafli á sína einkennisteikningu þar sem Þórarinn dregur upp atburð úr kaflanum og styðja myndirnar einstaklega vel við stemmninguna. Saman mynda teikningarnar nokkurskonar helgimyndasafn þar sem píslarsaga hins unga pönkara frá Íslandi er rakin.“
  Eiríkur Stephensen / Eyjan

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „… stórgóð bók og vel skrifuð. Listilega spunninn þráður um heim sem flestum er hulinn, margir sjá í hillingum en höfundur sýnir eins og er … Mögnuð saga …“
  Kolbeinn Óttarsson Proppé / Fréttablaðið

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Hér er um frábæra og einlæga ferða- og þroskasögu að ræða, sögu sem ungt fólk ætti ef til vill að forðast – vilji það ekki láta freista sín.“
  Jón Bjarki / DV

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Þetta er bók sem er mjög gaman að lesa, fjörlega skrifuð, skemmtileg, og ævintýrarík.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund