Grasið syngur

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2015 278 2.290 kr.
spinner

Grasið syngur

2.290 kr.

Grasið syngur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2015 278 2.290 kr.
spinner

Um bókina

Grasið syngur fjallar um eldfimt samband hvítra manna og svartra í Rhódesíu, sem nú heitir Simbabve. Mary tilheyrir hvíta minnihlutanum sem stjórnar landinu með harðri hendi. Hún giftist duglausum bónda og flytur á býli hans þar sem hún upplifir einangrun og kröpp kjör. Tilbreytingarleysið eitrar smám saman líf hennar og hún berst við vaxandi örvæntingu – þar til svarti húsþjónninn Móses kemur til sögunnar. Hún laðast að honum, þráir hann, en er um leið uppfull af fyrirlitningu og sundurtætt af togstreitu heitra tilfinninga og rótgróinna kynþáttafordóma. Og að lokum hlýtur eitthvað að bresta með hörmulegum afleiðingum.

Doris Lessing (1919–2013) var einn virtasti og þekktasti rithöfundur sinnar samtíðar. Grasið syngur var fyrsta skáldsaga hennar og vakti gífurlega athygli þegar hún kom fyrst út árið 1950. Lessing sendi frá sér fjölda skáldsagna, smásagnasafna og annarra verka og hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Árið 2007 voru henni veitt Bókmenntaverðlaun Nóbels. Bókin kom fyrst út á íslensku 1986. Birgir Sigurðsson þýddi og ritaði formála.

„Hér er sögð mögnuð saga af mikilli kúnst …“
Jóhanna Kristjónsdóttir / Morgunblaðið

„Frumleg og sláandi … full af ógnvænlegum sannleikskornum sem sjaldan eru orðuð en allir þekkja.“
New Statesman

INNskráning

Nýskráning