Þú ert hér://Grímsævintýri – Ævisaga hunds

Grímsævintýri – Ævisaga hunds

Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir

Hér fara æviminningar hundheppna hamingjudýrsins Gríms Fífils. Hann var fuglaveiðihundur sem veiddi aldrei fugla þótt hann gerði stundum flugu mein. Besta og Fúli völdu hann sérstaklega upp úr hvolpabæli úti í bæ og hann bjó með þeim og krílunum alla sína hundstíð. Grímur Fífill fór í hundaskóla en það átti ekki við hann. Samt kenndi Grímur Bestu og Fúla miklu meira en þeim tókst nokkru sinni að kenna honum. Góðir vinir ganga ekki endilega allir á tveimur fótum.

Grímur Fífill fól Kristínu Helgu Gunnarsdóttur að rita ævisögu sína, enda er hún með áratuga reynslu í að tala við hunda. Síðan bað hann Halldór Baldursson að teikna myndirnar því hann kann líka hundamál.

Grímsævintýri var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2012 sem besta barnabókin.

Verð 3.520 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 116 2012 Verð 3.520 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

6 umsagnir um Grímsævintýri – Ævisaga hunds

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Það er frásagnarmáti bókarinnar sem gerir hana eftirminnilega og sérstaklega skemmtilega. Í togstreitunni á milli hundmiðjaðrar frásagnar Gríms Fífils á atvikum í lífi sínu og skilnings lesandans á því sem raunverulega átti sér stað lifna æviminningarnar við og verða að ævintýrum.”
  Úr umsögn dómnefndar Fjöruverðlaunanna

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Mér finnst ég skilja hunda betur!“
  Kristján Kristjánsson / Föstudagsþátturinn, N4

 3. Bjarni Guðmarsson

  „Þegar á heildina er litið er þetta hin skemmtilegasta bók fyrir hundavini á öllum aldri og falleg minning um horfinn félaga.“
  Eyja M. Brynjarsdóttir / Druslubækur og doðrantar

 4. Bjarni Guðmarsson

  „Erfitt er að nefna einhverja sögu öðrum betri, þær eru einfaldlega allar svo skemmtilegar. … auk þess að vera bráðfyndin lesning (ósjaldan var skellt hástöfum upp úr við lesturinn) er svo óskaplega mikil hlýja, væntumþykja og almenn gleði í bókinni um hann Grím Fífil. Myndirnar hans Halldórs bæta heilmiklu við söguna og það er gaman að sjá svona gott samstarf milli rithöfundar og myndlistarmanns.“
  Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið

 5. Bjarni Guðmarsson

  „Þessari bók er hægt að mæla með fyrir börn á öllum aldri. Samskipti Bestu, Fúla og hundsins eru þó ekki síður skemmtilestur fyrir fullorðna. Sem betur fer, því það er kannski fyrst og fremst fullorðna fólkið sem þyrfti að lesa reglurnar hans Gríms og rifja upp að dýr er „ekki leikfang, heldur lifandi vera og vinur“.
  Auður Aðalsteinsdóttir / Spássían

 6. Bjarni Guðmarsson

  „Grímsævintýri Kristínar Helgu Gunnarsdóttur er yndisleg ævisaga hundsins Gríms Fífils, sem gengur illa að hemja eðli sitt … Hundurinn segir sjálfur sögu sína sem er full af ævintýrum og óvæntum uppákomum. … Sagan af þessum ærslafulla hundi er svo sannarlega líkleg til að heilla unga dýravini.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *