Heilnæmi jurta og hollusta matar – Nútímarannsóknir og saga jurtalækninga

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 206 5.890 kr.
spinner

Heilnæmi jurta og hollusta matar – Nútímarannsóknir og saga jurtalækninga

5.890 kr.

Heilnæmi jurta og hollusta matar - Nútímarannsóknir og saga jurtalækninga
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 206 5.890 kr.
spinner

Um bókina

Hjónin Margret Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason hafa löngum verið áhugasöm um þær forvarnir gegn sjúkdómum sem finna má í náttúrunni. Í þessari bók hafa þau tekið saman margvíslegan fróðleik um slíka eiginleika jurta og ávaxta – Sigmundur frá sjónarhóli vísinda og Margret í ljósi sögunnar.

Í grænmeti og ávöxtum er að finna fjölmörg efni sem styrkja varnir líkamans gegn ýmsum sjúkdómum og geta gagnast í baráttunni við sýkla. Hér fjallar Sigmundur um þennan varnar- og lækningamátt og gefur góð ráð. Hann greinir einnig frá þeim hættum sem manninum stafar af hormónatruflandi efnum sem berast í líkamann með mat og snyrti- og hreinlætisvörum.

Margret fjallar annars vegar um uppruna og þróun læknisfræðinnar á Vesturlöndum og hversu veglegan sess jurtalækningar skipuðu lengst af innan hennar. Einnig skoðar hún gamlar íslenskar heimildir um jurtalækningar en þær gefa til kynna að menn hafi öldum saman búið yfir góðri þekkingu á nytjum náttúrunnar hér á landi.

Margret Þorvaldsdóttir starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði einkum um neytendamál, bæði neyslu- og heilsutengd, og var þar með vikulega dálka um „rétt dagsins“. Hún hefur áður gefið út tvær matreiðslubækur. Sigmundur Guðbjarnason nam efnafræði við Tækniháskólann í München og stundaði vísindastörf við Læknaskóla Wayne State University í Detroit. Hann byggði upp nám í efnafræði við Háskóla Íslands og rannsóknir í efnafræði, matvælafræði og lífefnafræði við Raunvísindastofnun. Sigmundur var rektor Háskóla Íslands 1985–1991. Því næst hóf hann rannsóknir á lækningajurtum og stofnaði sprotafyrirtækið SagaMedica árið 2000 ásamt öðrum.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning