Þú ert hér://Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk

Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk

Höfundur: Unnur Þóra Jökulsdóttir

Má bjóða þér með í ævintýralega náttúruskoðun?

Í þessari heillandi bók leiðir Unnur Jökulsdóttir okkur um undraheima Mývatns og Mývatnssveitar. Hún sýnir okkur fjallahringinn og útskýrir hvernig stórbrotið landslagið varð til, tekur þátt í fuglatalningu, fylgist með æsilegu lífshlaupi húsandarinnar, vitjar um varpið og veiðir gjáarlontur með heimafólki, rýnir í mýflugnasverma og örsmáar vatnaverur, minnist kúluskítsins sem áður einkenndi vatnsbotninn og segir frá silungsveiði og veiðibændum.

Öllum þessum undrum lýsir Unnur á einstaklega lifandi hátt, með væntumþykju, forvitni og brennandi áhuga að leiðarljósi. Vatnslitamyndir eftir Árna Einarsson og Margaret Davies prýða bókina.

Unnur Jökulsdóttir hefur skrifað vinsælar bækur um náttúru, fólk og ferðalög, ýmist ein eða með öðrum. Íslandsbækur hennar hafa flestar komið út á fleiri tungumálum en íslensku.

Verð 3.390 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 183 2017 Verð 3.390 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

5 umsagnir um Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk

 1. Eldar

  „Ein­stætt lista­verk sem fer í draum­kennda ferð og miðlar fræðilegri þekk­ingu með ástríðu fyr­ir lífs­kraft­in­um og per­sónu­legri sýn á það sem fyr­ir augu ber, jafnt óvægna grimmd sem blíðustu feg­urð.“

  Dómnefnd Íslensku bók­mennta­verðlaunanna 2017

 2. Árni Þór

  „Lesandi sér og skynjar töfra staðarins gegnum augu höfundar en hún er fróðleiksfús fastagestur sem vill vita allt stórt og smátt um náttúruna og lífið við vatnið … Bókin er þannig byggð á fræðilegum grunni en miðlað af leikmanni með næmt fegurðarskyn og djúpa virðingu fyrir náttúrunni. Niðurstaðan verður læsileg bók, skrifuð af ástríðu og hrifningu, þar sem rétt er farið með staðreyndir en þannig um þær búið að allir geta haft af þeim gagn og gaman. Látlausar og fallegar vatnslitamyndir eftir Árna Einarsson og Margaret Davies prýða bókina.“
  Dómnefnd Fjöruverðlaunanna

 3. Árni Þór

  „Þetta er merki­leg bók. ­Per­sónu­leg um leið og hún þræðir stigu þjóð­menn­ing­ar, sveita­lífs og nátt­úru­vís­inda af miklu inn­sæi og virð­ingu með hríf­andi sög­um, lýs­ingum og skýr­ingum á því sem fyrir skiln­ing­ar­vitin ber. Vottar land­inu okkar virð­ingu, fólk­inu og sögum þess. … Þessi litla fagra bók á stórt erindi …“
  Stefán Jón Hafstein / Kjarninn

 4. Árni Þór

  „Frábær bók fyrir alla náttúruunnendur!“
  Dagný Berglind Gísladóttir / Í boði náttúrunnar

 5. Árni Þór

  „Dásamlegt listaverk … ein fallegasta bók sem út hefur komið hér á landi. Texti Unnar er aðgengilegur og skemmtilegur … Fugla- og blómamyndirnar í bókinni eru einstakar og það er því hægt að njóta hennar á svo ótalmarga vegu.“
  Steingerður Steinarsdóttir / Vikan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund