Hvað er drottinn að drolla ?

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Hljóðbók - streymi 2022 App 2.990 kr. Setja í körfu
Kilja 2022 270 3.690 kr.
spinner
Rafbók 2022 - 2.990 kr.
spinner

Hvað er drottinn að drolla ?

2.990 kr.3.690 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Hljóðbók - streymi 2022 App 2.990 kr. Setja í körfu
Kilja 2022 270 3.690 kr.
spinner
Rafbók 2022 - 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Flesta rithöfunda langar að búa til tímaferðalög. Næstum allir höfundar standast freistinguna af ótta við að virðast barnalegir eða vitlausir. Ekki ég. Mér er sko alveg sama hvað fólk heldur að ég sé.

Vilji maður hrapa í gegnum veft tímans og koma út á athyglisverðum tímum, þá er fjórtánda öldin óvitlaus viðkomustaður. Árið 1346 lagði kaupskip að kajanum í Messina á Sikiley. Í kvið skipsins voru rottur og á rottunum voru flær og flærnar voru með Yersinia pestis. Nei, Yersinia pestis er ekki meinlaus rússnesk húsmóðir sem vinnur við að klakaberja sporvagnateina á vetrum. Hún er sýkillinn sem ber svartadauða. Og fáum árum síðar voru 35–60% íbúa Evrópu látnir úr plágunni. Það er einmitt á tíma plágunnar í Englandi sem Guðbjörg, skrifstofukona í Reykjavík, lendir á óumbeðnu tímaflakki. Og þar má doka við og velta fyrir sér hverju nútímavitneskja bjargi þegar nútíminn fylgir ekki með.

Um höfundinn er ekkert nýtt að segja. Hún er með tvær hendur, tvo fætur og eitt höfuð, eins og hún hefur alltaf haft og þótti ekki fréttnæmt fram að þessu.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 23 mínútur að lengd. Álfrún Helga Örnólfsdóttir les.

Hér má hlusta á brot úr hljóðbókinni:

2 umsagnir um Hvað er drottinn að drolla ?

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

990 kr.

INNskráning

Nýskráning