Þú ert hér://Gerðu eins og ég – Hvati og dýrin

Gerðu eins og ég – Hvati og dýrin

Höfundar: Eva Þengilsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir

Hvati er góður hvolpur þótt forvitnin komi honum stundum í klandur. Hann kann alls konar hundakúnstir – veltir sér, teygir sig, beygir og hneigir. Þegar hann fer í dýragarðinn með Ásu finnst honum dýrin heldur löt og sýnir þeim kátur hvernig þau eiga að haga sér. Þó að æfingarnar gangi ekki alltaf vel veit Hvati að það borgar sig að gefast ekki upp. Æfingin skapar meistarann!

Hreyfing er mikilvæg á öllum æviskeiðum og stuðlar að betri heilsu og aukinni vellíðan. Þessi bók er hugsuð sem skemmtileg lesning fyrir börn en jafnframt tæki fyrir foreldra og þá sem vinna með börnum til að ýta undir markvissa hreyfingu, þroska og tengslamyndun.

Eva Þengilsdóttir hefur skrifað barnaefni fyrir sjónvarp, kirkjustarf og leikskóla, og þróaði efnið um Hvata hvolp í samstarfi við Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Bergrún Íris Sævarsdóttir er nýútskrifaður teiknari frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Gerðu eins og ég er fyrsta barnabók þeirra beggja.

Verð 2.065 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 25 2012 Verð 2.065 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /

4 umsagnir um Gerðu eins og ég – Hvati og dýrin

 1. Kristrun Hauksdottir

  „Sem þriggja barna móðir hef ég lesið mjög margar bækur fyrir börnin mín og er þessi bók sú eftirminnilegasta, sérstaklega vegna viðbragða þriggja ára sonar míns. Hann var mjög spenntur allan tímann og rak á eftir mér við lesturinn, sem ég man ekki að hafi gerst áður. Um leið og bókin var búin sagði hann: „Aftur, aftur. Mamma, lesaðu núna, lesaðu núna, mamma!“ Og hann hætti ekki fyrr en ég las bókina aftur. Svo hoppaði hann og skoppaði – og ég líka – og við skemmtum okkur konunglega. Ég gef þessari bók mín bestu meðmæli.“
  Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild við Menntavísindasvið HÍ – og fótboltaþjálfari

 2. Kristrun Hauksdottir

  „Dásamleg bók, falleg, hnyttin, lifandi og krúttleg. Hvati er einlægur, velmeinandi og auðvitað hvatvís hvolpur sem öllum mun þykja vænt um. Frábærlega útfært hjá Evu hvernig hreyfing og leikir eru fléttaðir inn í söguna. Eina takmörkun bókarinnar er að hún er allt of fjörug og skemmtileg sem róandi kvöldlesning fyrir svefninn!“
  Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi heilsuræktarstöðvarinnar CrossFit Sport og doktor í sálfræði

 3. Kristrun Hauksdottir

  „Allir vita um mikilvægi þess að hreyfa sig, mikilvægi þess að fræða börnin okkar og eyða tíma með þeim, ekkert kemur í staðinn fyrir það. Hvati og dýrin skila þessu öllu til lesandans á einstaklega áhrifamikinn og hrífandi hátt. Þetta er frábær bók fyrir leikskóla, ég hvet jafnframt alla foreldra til að fara með Hvata og börnunum sínum í einstaklega skemmtilega dýragarðsför.“
  Anna H. Ágústsdóttir, leikskólastjóri

 4. Kristrun Hauksdottir

  „Gerðu eins og ég er vel heppnuð barnabók fyrir yngstu börnin sem krefst þátttöku bæði lesanda og hlustanda.“
  Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sömu höfunda