Þú ert hér://Jón Leifs – líf í tónum

Jón Leifs – líf í tónum

Höfundur: Árni Heimir Ingólfsson


Ég vil vera eins og opin bók, og allir mínir gallar og allar mínar syndir
og allt saman má koma fram, því það er nátengt minni list.

Jón Leifs í viðtali við Jónas Jónasson árið 1964.

Tónskáldið Jón Leifs var einn merkasti og óvenjulegasti listamaður okkar á 20. öld. Í miðri heimsstyrjöldinni fyrri sigldi hann til Þýskalands, aðeins sautján ára gamall, staðráðinn í að leggja tónlistina fyrir sig þótt ekki hefði hann nema óljósan grun um hvað í því fælist. Hann kvæntist konu af gyðingaættum en bjó þó í Þýskalandi fram til ársins 1944, fluttist þá til Svíþjóðar þar sem ný ást og stór harmur biðu hans, og þaðan aftur heim til Íslands – í annars konar stríð og á vit enn nýrrar ástar.

Saga hans er saga manns sem var of stór fyrir Ísland þess tíma – stórbrotinn metnaður hans og bjargföst trú á heilaga köllun í tónlistinni varð honum bæði gæfa og ógæfa. Jón var um margt langt á undan sinni samtíð, varð fyrstur Íslendinga til að stjórna fullskipaðri sinfóníuhljómsveit, hljóðritaði íslensk þjóðlög þegar þau voru einskis metin, stofnaði STEF og samdi tónlist sem mörgum þótti óþolandi hávaði en er nú talin með því merkasta sem gert hefur verið í íslenskri tónlist fyrr og síðar.

Árni Heimir Ingólfsson skráir lífshlaup Jóns Leifs í þessari dramatísku ævisögu og hefur velt við hverjum steini í leit sinni að heimildum um líf hans. Bók hans er einstakur lykill að lífi þessa umdeilda listamanns. Fjölda áður óbirtra ljósmynda er að finna í bókinni.

Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2009.

Verð 4.140 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 471 2009 Verð 4.140 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /

5 umsagnir um Jón Leifs – líf í tónum

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Hér er um vandaða fræðilega ævisögu að ræða, kafað er djúpt í heimildir og öllu haldið vel til skila; fræðilegur frágangur til fyrirmyndar. Þá er bókin bæði vel upp byggð og vel skrifuð og rúsínan í pylsuendanum er, að mínu mati, hvernig Árni Heimir leiðir lesandann til skilnings á tónlist Jóns Leifs með aðgengilegum tónlistarfræðilegum greinum á einstökum verkum þessa sérstæða tónlistarmanns.“
  Soffía Auður Bigisdóttir / kistan.is

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Þessi ævisaga mun án efa auka áhuga á verkum Jóns Leifs hér á landi, hjálpa fólki að skilja um hvað þau eru, eftir hverju tónskáldið var að slægjast og hverju hann dreymdi um að ná fram. Þessi saga er verðskuldaður minnisvarði um óvenjulegan og erfiðan listamann.“
  Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Markar ákveðin tímamót í ritun íslenskrar tónlistarsögu … Hreint út sagt frábær bók … Ef ég væri að deila út stjörnum þá myndi ég gefa henni fullt hús og jafnvel, að stórhuga hætti Jóns Leifs, taka kúlulán fyrir aukastjörnu …Tímamótaverk …“
  Helgi Jónsson / Víðsjá

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Jón Leifs hefur fengið þá umfjöllun sem hann verðskuldar.“
  Jón Viðar Jónsson / DV

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Tímamótaverk…Árni getur verið afar ánægður með sitt verk sem hlýtur að teljast eitt það merkilegasta sem komið er út á þessu ári… Ítarleg og vönduð ævisaga um jöfur í íslenskri tónsköpun.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund