Sagan um heim Gríms Hermundssonar og fólksins hans hefur heillað íslenska lesendur frá því hún var gefin út árið 1987. Með henni kvaddi Vigdís Grímsdóttir sér hljóðs sem skáldsagnahöfundur og hefur síðan verið í hópi virtustu höfunda þjóðarinnar. Vinsæl kvikmynd Hilmars Oddssonar var gerð eftir sögunni.