Höfundur: Jussi Adler-Olsen

Ung dönsk þingkona hverfur sporlaust af ferju á leið til Þýskalands. Frami hennar hefur verið hraður enda er hún bæði greind og metnaðargjörn. Fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr efninu: Framdi hún sjálfsmorð? Var hún myrt? Var henni rænt? Lenti hún í slysi? Vildi hún láta sig hverfa? Lögreglan skipuleggur víðtæka leit – en án árangurs. Það er eins og konan hafi gufað upp af yfirborði jarðar.

Það er ekki fyrr en einþykki og sérsinna rannsóknarlögreglumaðurinn Carl Mørk er settur yfir Deild Q,nýstofnaða sérdeild innan dönsku lögreglunnar, sem skriður kemst á málið. Þá er liðið á elleftu stundu.

Hilmar Hilmarsson þýddi.