Þú ert hér://Konan í dalnum og dæturnar sjö

Konan í dalnum og dæturnar sjö

Höfundur: Guðmundur G. Hagalín

Konan í dalnum og dæturnar sjö kom fyrst út árið 1954 og var söguhetjan Monika Helgadóttir þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá og um áratugi þar á eftir ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni.

Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín.

Í meðförum Hagalíns verður Monika á Merkigili ekki aðeins barnmörg húsfreyja í sveit heldur táknmynd íslensku sveitakonunnar. Konunnar sem borið hefur þjóð sína í móðurörmum og umvafið hana með fórnfýsi og kærleika öld eftir öld.

Konan í dalnum og dæturnar sjö
er hér endurútgefin í nákvæmri eftirgerð fyrri útgáfu með stuttum eftirmála sem unninn er í samvinnu við Skarphéðin, einkason Moníku.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 2.190 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 344 2017 Verð 3.990 kr.
Kilja 344 2019 Verð 3.190 kr.
Hljóðbók Mp3 2017 Verð 2.190 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /