Af algerri tilviljun komast Dicte Svendsen og vinkona hennar hjá bráðum bana þegar tvær sprengjur springa í miðborg Árósa, önnur í sólbaðsstofu þar sem þær ætluðu að hittast og hin í bifreið umdeilds stjórnmálamanns. Í annarri sprengingunni ferst ung, fötluð kona og rannsókn á vettvangi beinir grun að syni Dicte sem er nýsloppinn úr fangelsi. En hann er horfinn, sporlaust. Leitin að honum leiðir Dicte á ókunnar háskaslóðir í nútíð og fortíð.

Með góðu eða illu er talin besta saga Elsebeth Egholm um rannsóknarblaðakonuna Dicte Svendsen. Sjálf er Egholm ókrýnd glæpasagnadrottning Dana og haslar sér nú völl í sjónvarpi; meðal annars er unnið að gerð sjónvarpsþátta eftir sögunum um Dicte Svendsen.

Auður Aðalsteinsdóttir þýddi.

****
„Frásagnargáfa Egholm er einstök. Þetta er krimmi sem fær mann til að hugsa, sem tekur því sem er að gerast vestrænum heimi dag og dælir út úr sér samfélagsgagnrýni bland við mikla spennu sem knýr atburðarásina stanslaust áfram.“

Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

****
„Egholm tekst að steypa saman í einn vef býsna mörgum álitamálum og sagan er … þrælspennandi …“

Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

*****
„Með þessari bók um Dicte Svendsen fær Egholm glæpasagnaformúluna til að skjóta gneistum.“
Berlingske tidende

*****
„Frjó atburðarás og sannfærandi mannlýsingar … Egholm slær í gegn á öllum sviðum.“
Børsen

*****
„Egholm leyfir frábærri frásagnargáfu sinni að leika lausum hala á einkar trúverðugu sögusviði. Það virkar.“
Ekstra Bladet

*****
„Glæsilega spunninn krimmi, fullur hryllings sem kallar fram gæsahúð.“
BT