Höfundur: Paulo Coelho

Þegar Mata Hari kom til Parísar var hún allslaus en ekki leið á löngu þar til hún var lofsungin sem helsta glæsikvendi borgarinnar. Hún var dansmær sem hneykslaði og heillaði áhorfendur, gjálífiskona sem lagði álög sín á valdamestu menn samtímans og átti trúnað þeirra. En á styrjaldartímum grípur vænisýki um sig og lífsstíll Mata Hari kveikti grunsemdir. Árið 1917 var hún handtekin og sökuð um njósnir.

Njósnarinn er saga Mata Hari, sögð í síðasta bréfi hennar, ógleymanleg saga af konu sem þorði að brjóta siðalögmál samtíma síns og þurfti að gjalda fyrir það.

Paulo Coelho finnur innblástur fyrir bækur sínar í eigin lífi. Hann hefur daðrað við dauðann, fitlað við fíkniefni, þolað pyntingar, fengist við galdra og alkemisma, sökkt sér niður í heimspeki og trúarbragðafræði, misst trúna og fundið hana aftur og upplifað sársauka og nautn ástarinnar. Þekktasta skáldsaga hans, Alkemistinn, hefur selst í yfir 65 milljónum eintaka og enginn lifandi höfundur hefur verið þýddur á fleiri tungumál. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Kristín Svava Tómasdóttir þýddi.