Höfundur: Jane Harper

Lögreglumaðurinn Aaron Falk hefur ekki komið á heimaslóðir árum saman. Það er ekki fyrr en hann fær fréttir af því að æskuvinur hans, Luke Hadler, hafi myrt eiginkonu og kornungan son og síðan stútað sjálfum sér að Falk snýr aftur til að vera viðstaddur útförina.

Í Kiewarra hefur ríkt mikill sólarþurrkur og dauðahiti mánuðum saman og þegar Falk snýr aftur í heimabæ sinn er eins og gamlir draugar ryðjist fram með látum. Ásakanir um að hann hafi verið viðriðinn dauða æskuvinkonu sinnar, Ellíar Deacon, vakna á ný en á sínum tíma hafði vinur hans Luke Hadler verið hans helsta fjarvistarsönnun. Nú er Luke dáinn og greinilegt að einhver þekkir til þessa gamla sakamáls.

Í miðju mikils mótlætis og magnaðrar hitabylgju ákveður Falk að rannsaka dauða vinar síns, konu hans og sonar. Svo virðist sem ekki sé þar allt með felldu.

Sum leyndarmál er ekki hægt að grafa.