Þessi stórbrotna og spennandi saga segir frá ásunum sem lifðu af Ragnarök og baráttu þeirra við að ná tökum á heiminum á ný.

Í Heljarþröm tvinnast saman goðsagnir, mannkynssaga og samtíminn svo að úr verður þétt og stórskemmtileg atburðarás: Vakning Terrakotta-hersins, váleg Eyðilönd árið 2310, íslenskur tröllaættbálkur, loftskipabardagar og margt fleira. Við mótun nýrrar heimsmyndar vakna upp hugleiðingar um fjölmenningu, trúarbrögð, örlög, orsök og afleiðingu og mátt sagnanna.