Saknaðarilmur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 138 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 3.990 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 138 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 3.990 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Um bókina
Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi. Það skrifar enginn eins og Elísabet Jökulsdóttir. Hér veltir hún steinum og strýkur lesandanum móðurlega um kinn, gefur forneskjunni langt nef og heldur óþreytandi áfram leit sinni að ást, frið og sátt.
Síðasta skáldsaga Elísabetar, Aprílsólarkuldi, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021. Hún var auk þess tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 26 mínútur að lengd. Þórunn Hjartardóttir les.
Hér má hlusta á brot úr hljóðbókinni:
6 umsagnir um Saknaðarilmur
embla –
„Saknaðarilmur er gullfalleg bók, erfiljóð um flókna konu og tómið sem hún skildi eftir sig þegar hún féll frá. Hún lýsir söknuði eftir því sem var, þakklæti fyrir tilveruna og sárindum yfir því þegar ekki var hlustað.“
Gréta Sigríður Einarsdóttir / Víðsjá
embla –
„Saknaðarilmur er bók skrifuð af hugrekki og innilegri löngun til þess að skýra og skilgreina flókið mæðgnasamband. Helstu höfundareinkenni Elísabetar Jökulsdóttur eru nánast bernsk einlægni, fyndni og svolítill óhemjuskapur í stílnum. … Elísabet á skilið stórar þakkir fyrir að hafa ekki skrifað glansmyndabók af um móður sína, heldur þvert á móti dregið upp sannfærandi mynd af margbrotinni, gallaðri, stórskemmtilegri og heillandi manneskju.“
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Stundin
embla –
„Áhugaverð og sterk saga um margbrotið sálarlíf.“
Kristján Jóhann Jónsson / Fréttablaðið
embla –
„Mér finnst þetta vera með því allra besta sem Elísabet hefur gert.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
embla –
„Þetta er alveg mergjað.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
embla –
„Að mati gagnrýnanda er hér um að ræða afbragðsverk, jafnsterkt, ef ekki sterkara en Aprílsólarkuldi, sem sýnir flókið samband mæðgna sem mörg geta samsamað sig við. Saknaðarilmur er kraftmikil og falleg en á sama tíma nístandi og hörð ádeila á samfélagið sem mótaði félagslegar fyrirmyndir okkar.“
Ingibjörg Iða Auðunardóttir / Morgunblaðið