Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir

Fortjaldið

Ef hann bankaði uppá
og ég kæmi til dyra
mjúk einsog fortjaldið
gæti ég brunnið til ösku
það væri hættulegt
öruggara að rífast
og slást.