Límonaði frá Díafani
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 91 | 7.290 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 4.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 91 | 7.290 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 4.290 kr. |
Um bókina
Ella Stína er átta ára þegar hún fer út í heim með fjölskyldunni. Í Grikklandi er allt með öðrum brag en heima á Seltjarnarnesi; eðlur skjótast um veggi, mandarínur og ólífur vaxa á trjánum, geitur ganga um með bjöllur um hálsinn og örsmáu bænahúsin í hlíðinni hljóta að vera sérstaklega fyrir krakka. Ella Stína skottast um allt með yngri bræður sína en foreldrarnir eru yfirleitt uppteknir við skriftir. Löngu seinna kemur Ella Stína aftur til Grikklands, hvað er þá orðið af sólbökuðu fjölskyldunni sem eitt sinn var?
Elísabet Jökulsdóttir hefur sent frá sér fjölda bóka en sló nú síðast í gegn með Saknaðarilmi og Aprílsólarkulda. Límonaði frá Díafani kallast sterklega á við þessar bækur um leið og farið er með lesendur í heillandi könnunarferð um bernskuna undir grískri sól.
1 umsögn um Límonaði frá Díafani
Fanney Benjaminsdottir –
„Súrsæt, bragðmikil og björt … Límonaði frá Díafani er saga sem situr eftir hjá lesandanum löngu eftir að lestrinum lýkur.“
Snædís Björnsdóttir / Morgunblaðið