Morð sem aldrei var upplýst
Bók sem aldrei var lokið
Gáta sem aldrei var leyst

Princeton, 1987:

Hinn virti sálfræðiprófessor Joseph Wieder er myrtur á hrottafenginn hátt.

New York, 25 árum seinna:

Peter Katz, sem starfar á umboðsskrifstofu rithöfunda, berst handrit. Eða er það játning?

Núna:

Í Speglabókinni er ekkert sem sýnist, engu hægt að treysta og minningarnar eru hættulegustu vopnin.

E.O. Chirovici er rúmenskur rithöfundur sem skrifar á ensku. Honum reyndist ekki auðvelt að finna útgefanda að Speglabókinni en hún hefur nú verið seld til 38 landa.

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.