Höfundur: Kleopatra Kristbjörg

Bókin er framhald af Daggardropum sem komu út árið 2005. Þar sagði frá tveimur lífum Gabríellu/Irsu í fortíðinni. Hér hefur hún fæðst enn á ný, í Ástralíu, og heitir Linda Kell. Hún elst upp með foreldrum sínum og tveimur systrum við Dimmafljót. Foreldrar hennar reka fljótabátinn Örkina hans Nóa og einnig gistiheimilið Regnbogann við fljótið. Þar gerist sagan. Hún er spennandi frá upphafi til enda, inn í hana fléttast illar vættir og vond örlaganorn sem notar svartagaldur til að koma í veg fyrir að Linda og Brimar Stone fái að eigast. Mögnuð saga um ástir og örlög.