Tímarit Máls og Menningar – 2. hefti 2025
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2025 | 144 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2025 | 144 | 3.490 kr. |
Um bókina
Heftið er að þessu sinni tileinkað Alþjóðlegri bókmenntahátíð í Reykjavík sem fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni höfum við fengið vini hátíðarinnar til að deila með okkur minningum henni tengdri. Tímamót virðast kalla á endurlit en heftið undirbýr einnig þá hátíð sem fer í hönd með ítarlegum greinum um nokkra höfunda sem fram koma á hátíðinni og kynningu á verkum þeirra, en þar má nefna þýðingu Snædísar Björnsdóttur á smásögu Thomasar Korsgaard „Meintuð þið það?“ og þýðingu Einars Kára Jóhannessonar á broti úr skáldsögu Hernan Díaz, Traust. Þá birtum við einnig brot úr væntanlegri ljóðabók Knuts Ødegaard í þýðingu Gerðar Kristnýjar.
Efni utan þema er ekki síður áhugavert; Heiðar Kári Rannversson listfræðingur skrifar um sýningu myndlistarmannsins Unnars Arnar Auðarsonar í Glerhúsinu, en ljósmyndin sem prýðir kápu heftisins er af sýningunni. Bryndís Björnsdóttir skrifar beitta grein um nýtt íhald og andspyrnu í íslenskum myndlistarheimi og Birgitta Björg Guðmarsdóttir, nýkrýndur Fjöruverðlaunahafi, skrifar um verk palestínska höfundarins Adaniu Shibli, en það vakti athygli þegar hætt var við að verðlauna höfundinn á bókamessunni í Frankfurt haustið 2023. Á eftir greininni um Shibli fylgir ljóð eftir samlanda hennar, Refaat Alareer (1979-2024), í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur. Pétur Gunnarsson á ljóð í heftinu og Eiríkur Örn Norðdahl smásögu. Hugvekja Sigurbjargar Þrastardóttir er á sínum stað og umfjöllun um bækur.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar