Þú ert hér://TMM 4. hefti 2016

TMM 4. hefti 2016


Út er komið TMM, fjórða og síðasta hefti ársins. Meðal efnis í heftinu er grein eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur um kvennabaráttuna hér á landi og gosvirkni hennar og grein eftir Anton Helga Jónsson um Þorstein frá Hamri. Nýjar sögur birtast eftir Rúnar Helga Vignisson og Kristínu Ómarsdóttur en ljóð í heftinu eiga Guðrún Hannesdóttir, Vésteinn Lúðvíksson, Fríða Ísberg og Heimir Pálsson. Ástráður Eysteinsson skrifar um Kafka og Kristján Jóhann Jónsson um bókmenntakennslu í skólum. Sigríður Albertsdóttir birtir ýtarlegt viðtal við Sigurð Pálsson skáld og umsagnir eru um Syndarann eftir Ólaf Gunnarsson og Hundadaga eftir Einar Má Guðmundsson. Hugvekja Einars Más Jónssonar er á sínum stað og einnig viðtal Kristínar Ómarsdóttur, sem að þessu sinni talar við Oddnýju Eir Ævarsdóttur

Verð 2.290 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda1432016 Verð 2.290 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /