Árlega eiga sér stað 30-50 sjálfsvíg á Íslandi og að auki reyna margir að svipta sig lífi.  Þetta er ástand sem ekki er hægt að una við.  Fækkun sjálfsvíga krefst samstöðu þjóðar og fræðslu um málefnið.  Um það fjallar þessi bók.

Sjálfsvígsatferli, sjálfsvígsaðferðum og áhættuþáttum sjálfsvíga eru gerð skil og fjallað um kenningar, rannsóknir og meðferðarleiðir ásamt tölulegum upplýsingum um sjálfsvíg. Lögð er áhersla á umfjöllun um fyrirbyggjandi aðgerðir og  sorgarferli aðstandenda fólks sem hefur svipt sig lífi ásamt leiðum þeirra til að ná jafnvægi á ný.

Þjóð gegn sjálfsvígum er bók sem allir geta lært af:  aðstandendur, stafsfólk í skólum, heilbrigðisstarfsfólk, lögregla, prestar, fræðimenn  og stjórnmálamenn.