Höfundur: Liza Marklund

Leigumorðingi klæddur samkvæmiskjól kemst inn á Nóbelshátíðina í ráðhúsi Stokkhólms. Á dansgólfinu í gyllta salnum skýtur hann formann Nóbelsnefndarinnar beint í hjartastað…

Nú er Liza Marklund aftur mætt galvösk með Aniku Bengtzon blaðakonu. Að vanda heldur hún spennunni til enda og vel það, varpar ljósi á atburði líðandi stundar. Hér fjallar hún um erfðatækni og baráttuna um Nóbelsverðlaunin. Hún skrifar gjarnan um það sem ekki má, þægilegast væri að þegja yfir.