Höfundur: Örn Sigurðsson

Daimler-Benz er elsti og þekktasti bílaframleiðandi heims og á heiðurinn af mörgum af merkustu bílum sögunnar. Einkennismerkið auðnustjörnuna má sjá hvarvetna; á fjölskyldubílum, sportbílum, kappakstursbílum og atvinnubílum.

Hér er saga Mercedes-Benz rifjuð upp með yfir 400 myndum af glæsivögnum jafnt sem smábílum. Allir eiga það sameiginlegt að vera framleiddir af yfirburða kunnáttu og kostgæfni. Sérstakur kafli er helgaður langri og farsælli sögu Mercedes-Benz á Íslandi.

Ómissandi bók fyrir alla bílaáhugamenn.