Þetta skemmtilega ævintýri kom fyrst út 1989 og hlaut afbragðs viðtökur. Sögusviðið er sjávarþorp undir háu fjalli, þar sem dreki býr í dimmum helli. Drekann langar til að kynnast fólkinu í bænum en allir eru hræddir við hann, því hann er svo ljótur. Þegar vandi steðjar að bæjarbúum er það þó enginn annar en drekinn sem kemur til hjálpar.

Framhald Drekasögu nefnist Leitin að gleðinnni, en þar koma söguhetjurnar úr fyrra ævintýrinu gamla fólkinu í Blikabæ til aðstoðar. Drekinn og vinir hans leggja upp í langferð til að leita að sjálfri gleðinni.

Iðunn Steinsdóttir er meðal þekktustu barnabókahöfunda þjóðarinnar og hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 86 mínútur að lengd. Höfundur les.