Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Ég sé ekkert svona gleraugnalaus
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 159 |
|
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 159 |
|
Um bókina
Ég sé ekkert svona gleraugnalaus hefur að geyma nýjar smásögur eftir Óskar Magnússon sem flestar fjalla um hversdagslegt fólk í venjulegu umhverfi. Við kynnumst viðkvæmu tónskáldi, járningamanni utan af landi, hjónum á ferðalagi í Feneyjum og fyrrverandi bankastjóra – og Hróar læknir, Ingveldur Melinda og gleðikonan Francois Girbaud stíga líka fram á sjónarsviðið.
Sögurnar eru fjölbreytilegar og í þeim er oft galsafenginn tónn en undir niðri býr alvara og stundum hárfín ádeila. Höfundur hefur einkar glöggt auga fyrir smáatriðum og gæðir sögupersónur sínar lífi með næmum skilningi á einkennum þeirra og hátterni.
4 umsagnir um Ég sé ekkert svona gleraugnalaus
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… lipur smásagnahöfundur …“
Egill Helgason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Persónur Óskars eiga það margar sammerkt að sjá eitthvað sem aðrir sjá ekki og sögurnar eiga væntanlega öðrum þræði að bregða upp fyrir okkur gleraugum. Fá okkur til að rýna í litlu atriðin sem við lítum svo gjarna fram hjá í daglegu lífi.“
Auður Aðalsteinsdóttir / Víðsjá, RÚV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Óskar hefur mjög næmt auga fyrir kynlegum kvistum … og spaugilegum aðstæðum. … smásögur sem er gaman að lesa … textinn alltaf lipur og lifandi. … ákaflega pennafær maður og ég skil vel að smásögur hans falli vel í kramið. … Betri en Davíð!“
Hrafn Jökulsson / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Stíll Óskars er skrumlaus og sagnaheimur hans er jafnan hlaðinn nokkuð svartri kímni … Megineinkenni er hversu frásagnargleðin er ríkuleg og hversu fundvís höfundur er á skemmtileg söguefni. Stíllinn er knappur og kaldhæðinn og sögurnar hnyttnar. Það má hafa verulega ánægju af lestri þessarar bókar.“
Skafti Þ. Halldórsson / Morgunblaðið