Allt sem þeim áður fannst
alltaf svo gaman
var horfið og farið
þó færum við saman
því þau voru alltaf með álið í framan

Krakkarnir á Bakka verða himinlifandi þegar fjörugur hvolpur leynist í jólapakkanum. En um næstu jól eru gjafirnar enn meira spennandi svo að hundurinn gleymist. Þá þarf hann að grípa til sinna ráða!
Enginn sá hundinn er skemmtileg saga í bundnu máli sem foreldrar og börn munu njóta að lesa saman aftur og aftur.

Hafsteinn Hafsteinsson lærði myndskreytingar við Willem de Kooning Academy í Rotterdam. Enginn sá hundinn er fyrsta bók hans. Vísurnar eru eftir Bjarka Karlsson, höfund metsöluljóðabókarinnar Árleysi alda.