Þú ert hér://Gula spjaldið í Gautaborg: Fótboltasagan mikla #4

Gula spjaldið í Gautaborg: Fótboltasagan mikla #4

Höfundur: Gunnar Helgason

Ég varð að ná að einbeita mér að leiknum og gleyma öllu veseninu í lífi mínu. Gleyma stelpunum, Tóta og öllu hinu á listanum. Það var bara ekki svo auðvelt. Þú skilur þetta ef þú lest listann. Númer þrjú á honum var: passa að enginn myndi deyja.

Jón Jónsson og félagar eru á leiðinni á stærsta ungmennafótboltamót í heimi – Gothia Cup í Gautaborg. Þangað streyma fótboltastelpur og -strákar frá öllum heimshornum og alla langar að koma heim með gullpening um hálsinn.

En í Gautaborg snýst lífið um ýmislegt annað en fótbolta. Hvað táknar nautið í skrýtnu draumunum hans Jóns og eiga allir eftir að koma lifandi heim? Hvernig fer með Ívar og pabba hans? Og hvernig í ósköpunum á að tækla ástamálin þegar hormónar streyma um æðarnar og unglingabólur spretta á andlitinu eins og arfi!

Gunnar Helgason hefur um árabil getið sér gott orð fyrir barnaefni af ýmsu tagi. Bækur hans um fótboltastrákinn Jón Jónsson vermdu allar efstu sæti metsölulistanna.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 341 2014 Verð 2.590 kr.
Hljóðbók Mp3 2014 Verð 2.190 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.

2 umsagnir um Gula spjaldið í Gautaborg: Fótboltasagan mikla #4

  1. Kristrún Heiða Hauksdóttir


    „Bókin er mjög spennandi … Gula spjaldið er skemmtilegasta bókin í seríunni.“
    Baldvin Þór Hannesson, 11 ára / Fréttatíminn

  2. Kristrún Heiða Hauksdóttir


    „Bókin er, eins og fyrri bækurnar, brjálæðislega hress. Og bókin er mjög fyndin. Ég hló oft upphátt og það er ein sena í bókinni sem ég las upphátt fyrir alla sem vildu heyra. Og hló meðan ég las. Gunnar Helgason fjallar í bókunum um alvarleg málefni í bland við hversdagsleikann. Stór vandamál spinnast saman við smávægileg, bara eins og í lífinu, og það er vel gert … Stórskemmtileg og spennandi bók, sem tekur á stórum, mikilvægum málefnum í bland við smærri. Bók fyrir stráka og stelpur. Og gamlar frænkur.“
    Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *