Þú ert hér://Harðskafi: Erlendur #11 (2007)

Harðskafi: Erlendur #11 (2007)

Höfundur: Arnaldur Indriðason

Á köldu haustkvöldi finnst kona hangandi í snöru í sumarbústað sínum á Þingvöllum. Fátt virðist á huldu um andlát hennar en þegar Erlendur fær í hendur upptöku af miðilsfundi sem konan fór á skömmu fyrir andlátið kviknar hjá honum þörf til að kynna sér sögu hennar og komast að því hvers vegna lífi hennar lauk svo sviplega og hörmulega. Um leið leita á hann gamlar og óleystar gátur um horfið fólk og draugar úr hans eigin fortíð.

Erlendur Sveinsson er einhver dáðasta sögupersóna íslenskra nútímabókmennta; hrjúft yfirborð hins sérlundaða lögreglumanns í bland við mannúðina undir niðri hefur heillað lesendur hér heima og erlendis mörg undanfarin ár.

Arnaldur hefur lengi verið langvinsælasti höfundur landsins og bækur hans hafa nú komið út í yfir þrjátíu löndum, víða náð inn á metsölulista og selst í milljónum eintaka. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun, tilnefningar og viðurkenningar fyrir sögur sínar og ber þar hæst tvo norræna Glerlykla, breska Gullrýtinginn og frönsku verðlaunin Grand Prix des Lectrices de Elle.

Bækurnar um Erlend Sveinsson rannsóknarlögreglumann eru hér tölusettar eftir innri tímaröð sögunnar, Einvígið: Erlendur #1 gerist árið 1972 en Furðustrandir: Erlendur #14 2005. Útgáfuár bókanna eru innan sviga.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 295 2007 Verð 2.685 kr.
Kilja 295 2008 Verð 1.750 kr.
Rafbók - 2018 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / / /

5 umsagnir um Harðskafi: Erlendur #11 (2007)

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Arnaldur er í toppformi í spennandi, læsilegri og vel hugsaðri glæpasögu sem er hans besta í nokkur ár.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Ísafold

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Unni mér hvorki svefns né matar frá því ég opnaði hana uns yfir lauk …
  Meistaralega fléttuð.“
  Silja Aðalsteinsdóttir / tmm.is

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Hún ríghélt mér allan tímann … eins og Arnaldi er einum lagið … sagan af fólkinu er svo áhugaverð og aðstæður allar svo kunnuglegar á íslenskan máta.“
  Kolbrún Ósk Skaftadóttir / Eymundsson

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Harðskafi er bók sem ekki gleymist fljótt og mun lifa lengi í minningu lesanda.“
  Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Besta skáldsaga Arnaldar frá því að Grafarþögn kom út … Harðskafi er skáldsaga í miklu jafnvægi, bæði hið ytra og innra … Kunnátta Arnaldar felst einmitt í því að segja hliðarsögur sem virðast alls ekki eiga neitt skylt við aðalþráðinn, en fléttast þó við þannig að þegar frásögninni lýkur getur annað ekki án hins verið.“
  Hávar Sigurjónsson / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *