SKILGREINING

Stundum fæðast nokkrar línur.
En það sem mestu skiptir
er á milli línanna.

 

Ljóðabókin, Hugsjór, er komin út eftir Jóhann Hjálmarsson. Jóhann Hjálmarsson hefur í áranna rás ort ljóð og þýtt. Hann var lengi einn helsti gagnrýnandi Morgunblaðsins og skrifaði um bókmenntir og ljóðlist í ýmis safnrit.

Fyrsta ljóðabók hans, Aungull í tímanum, kom út árið 1956, þegar hann var aðeins sautján ára. Ljóðabókin Hljóðleikar frá árinu 2000 var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljóð Jóhanns hafa verið þýdd á um 30 tungumál og sérstakar bækur með ljóðum hans hafa komið út í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Bandaríkjunum og á Spáni. Ljóðaúrval Jóhanns á ensku, Of the Same Mind, í þýðingu Christophers Burawa, fékk fyrstu verðlaun bandaríska forlagsins Toad Press 2005.