Rachel ferðast alltaf með sömu lest á morgnana. Og lestin stansar alltaf á sama ljósinu, fyrir aftan gömul íbúðarhús sem standa við lestarsporið. Rachel fer að finnast hún þekkja íbúana í einu húsanna. Hún kallar fólkið „Jess og Jason“.

Líf þeirra virðist fullkomið, Rachel vildi svo sannarlega vera í þeirra sporum. En einn daginn sér hún skelfilegan atburð út um lestargluggann. Rachel skýrir lögreglunni frá málavöxtum og flækist inn í ófyrirsjáanlega atburðarás. Getur verið að inngrip hennar hafi bara orðið til ills?