Móðurást: Oddný
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2025 | 140 | 4.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2025 | 140 | 4.690 kr. |
Um bókina
Í haust, rétt áður en vetur gekk í garð, stórfættur, háfættur, einbeittur, með friðarsamning gleymskunnar innanásér, dreymdi mig að Jesús sótti mig niður í tún, á leynistað þar sem ég lá oft í fyrrasumar og hristi til skiptis náladós og prjónastokk. Jesús leiddi mig beint til fjóss.
Þar inni sat helg móðir hans á kolli og mjólkaði Ídu sem blakaði hala sínum af einstakri værð. Til mín litu þær María og Ída skreyttar geislabaugum. Úr spenunum streymdi krækiberjamjólk.
Oddný Þorleifs- og Þuríðardóttir, fædd 1863, bætir sér sjóndepruna upp með auðugu ímyndunarafli. Hér segir hún frá uppvexti í stórum og glaðværum hópi systkina á heimili þar sem kætin ræður ríkjum þrátt fyrir að lífsbaráttan sé hörð og dauðinn alltumlykjandi. Oddný er skörp og næm stúlka og á í sérstöku trúnaðarsambandi við kúna Ídu Pfeiffer sem leggur henni lífsreglurnar á lýtalausri færeysku.
Móðurást: Oddný er skálduð saga langömmu Kristínar Ómarsdóttur, konu sem ólst upp í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld; einstæð, djúpvitur og töfrum slungin frásögn sem fetar á mörkum hins skáldlega og hversdagslega. Kristín hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bókina og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir framhaldið af sögu Oddnýjar, Móðurást: Draumþing.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar