Höfundur: Marta Eiríksdóttir

Mojfríður einkaspæjari er einskonar njósnasaga sem fjallar um Mojfríði sem stendur uppi ein eftir að foreldrar hennar deyja með vofveiflegum hætti. Hún ákveður að láta draum sinn rætast um að starfa sem einkaspæjari fyrir konur er gruna eiginmenn sína um framhjáhald og græsku.

Á vegi hennar verða ýmsar hindranir sem hún þarf að sigrast á og þeirra á meðal er ástin. Mojfríður er engin venjuleg kona, hún er kynlegur kvistur sem lætur engan ósnortin sem fær að kynnast henni.

Mojfríður einkaspæjari er þriðja bók Mörtu Eiríksdóttur sem er íslenskukennari að mennt.